Úr fjarska sá ég andlit hennar, hvítt hárið & restin af ásjónu hennar störðu á mig, eins og skuggi úr dimmu hrauninu.
Ég var langt frá því að vera hræddur, ég var sjálfur eitraður, auk þess þekkti ég hana þegar hún bjó í mannheimum.
Mánaskinið magnaði tilveru okkar beggja & við stigum dans sem endaði tilveru okkar beggja.
Ég hugsaði ekki eins þegar ég var hún, hlutverkin höfðu ruglast..
ég fæddist fimm árum eftir að hún dó..
(ég fer að senda þrjár greinar á dag ef ég fer ekki að birtast)