Sama hvað

Í haglinu heyri ég nauða,
hver vindkviða um mig fer,
sem hugsun um hamingju dauða,
harminn í brjósti mér.

Mig umlykur þokunnar mistur,
myrkrið og mjallhvít fönn.
Heillaði hrafnsins systur,
Heljar náhvíta hrönn.

Hugur minn hulinn skýjum,
hrímuð er dögg á brá.
Huggun í armi hlýjum,
hjörtu sem saman slá.

Döpur augu Dauðann sjá,
dekkri en myrkrið svart.
Dimmuna deyða augun þín blá,
í drunganum allt er bjart.

Þér má þakka gleði mína,
þróttinn sem býr í mér.
Í sálinni innst mun alltaf skína,
sú ást sem ætluð er þér.



*** “Sama hvað” er texti við lag með hljómsveitinni Whool frá Akranes http://walk.to/whool