Og hvernig veit ég, þegar skuggar mínir þekja
Þann veruleika sem ég bý til
Að ástin hefur eflaust bankað uppá hjá mér

Bið í vonlausum tíma, talið sem að eyrum mér berst
Orð svo eintóm án nokkurs
Innihald þess tóm í fjarska.

Orð segja oft það sem þau vilja heyra
Endurspegl þess sem þau merkja
Jafnvel þó reikningurinn sé ekki neinn…

Þessi undurfallegu kynni
Fuku þá burt líkt og ofvaxin spilaborg
Sem byggð var upp með þrá.

Logar þínir skutu mig á viðkvæman stað
Stað sem fáir hafa mætt, og grandskoðað
En þú…þú komst og fórst.

Innantóm þögn með innantóman tíma
Kvelur mig svo sárt
Að vita að nú, er það önnur kona..önnur ást.

Hafaldan brýtur jú skelar í smátt
Og ástin er fögur meðal vina
Að kveðja er sárt, þegar ekkert er eftir að gefa.

Þó blikar mér sýn
Rík sem skínandi ljós
Að hafa fengið þig í smá tíma.