Það úldnar og úldnar
Það úldnar í drottins deyjandi sálum
og dírkeypt er gjald sem á ástand er lagt.
Og veraldleg gæði skal hvað sem það kostar
keypt verða strax í dag.
Það úldnar og úldnar í hausunum okkar
úr engu er ást gerð ef kaupir þú meir.
Það grefur sig dýpra og grjúpir í huga
græðginnar rúnir í dag.
Barnið með meiddi til móður leitar
mestast og bestast er athygli að fá.
En pínd ást er engin og plásturinn dugar,
passaðu þig betur næst.
Það úldnar í dag það sem gerðist í gær
og góðmennskan einhvað sem mynnst er í bók.
Nú keppist hver maður um að kemba sinn rass
þótt krakkarnir deyja í dag.
Hver dagur, hver nótt, hvert andartak nú
er dáið hverjum einasta manni.
Ég óska þess mest að ég meigi gera betur
en allt þetta fólk í dag.