og allt í einu sá það
að ljóðið var svikult.
Ljóðið horfði á skáldið
og glotti við tönn
því það hafði blekkt skáldið.
Skáldið leit niður
og tók eftir því
að jörðin var að snúast.
Ljóðið leit á jörðina
og hætti að glotta
því það þeyttist út af jarðkringlunni.
Skáldið horfði á eftir ljóðinu
og glotti við tönn þegar það skildi
að ljóð skilja ekki einföldustu lögmál eðlisfræðinnar.
We're chained to the world and we all gotta pull!