vil ekki vera sem ástlaus rakki
einmana sál á eilífu flakki
þegar heimurinn krefst annars af mér.
samkvæmt öllum reglum: “ekki enda einn!”
vegur þinn út lífið - þarf að vera beinn
og spilaðu vel úr því - sem örlítið er.



ekki naga neglur - ekki keyra of hratt
ekki borða matinn þinn með höndunum einum
ekki ljúga neinu - segðu alltaf satt
og haltu öllum líkamshlutunum hreinum.

ekki eyða neinu - græddu meira fé
ekki tala of mikið - hleyptu engum inn
ekki flakka um - ekki klifra upp tré
og ef þú ert kýldur - þá bjóddu aðra kinn.

ekki vera latur - vertu alltaf iðinn
vertu alltaf stilltur - hlýddu öllu strax
safnaðu ei of miklu - af fitu í kviðinn
borðaðu hollan mat - gúrku - skyr og lax.

ekki hrósa sjálfum þér - þó vel gangi að vinna
heimurinn fyrirlítur allra manna mont
er þú finnur streitu - mun þreytu aldrei linna
harkaðu þá af sjálfum þér - þó það sé vont.

ekki reykja - ekki drekka - trúðu á þinn guð
á almannafærinu má alls ekki kela
taktu til - lækkaðu tónlistina - ekkert tuð
haltu kjafti - vertu kurteis - ekki stela.

ekki skaltu í skólanum skrópa
skjóttu ekki litla og saklausa fugla
þótt freisting sé mikil - máttu alls ekki dópa
því þá mun hausinn þinn um alla tíð rugla.

ekki hlusta of mikið á almannaróm
slúður er verkfæri þess sem er illur
ekki kvarta - en treystu æ á Drottins dóm
engar fleipur - engin mistök - engar villur.

ekki fara í trekant - ekki stunda munnmök
rúmið er eini staðurinn til að ríða
sixtínæn - doggý - rimdjobb = stórsök!
kynlífið skal fram að giftingu bíða!!!



ósanngjörnu reglurnar rotnar
lífsglöðu sálirnar skotnar
boðorðatöflurnar brotnar!



ÞÚ! sem vaknar upp á hverjum morgni
situr svo og fárast hvern einasta dag
ÞÚ! sem situr aleinn úti í horni
lifðu og komdu sálartetri þínu í lag!

Bældur í horninu - þú ert einmana flón
stattu upp og lifðu - hleyptu öllu út
fáðu þína útrás - hlustaðu á lífsins tón
vertu þú sjálfur - drekktu tilveruna af stút!



vil ekki vera sem dauðdofinn karfi
bældur og dvelja á botni í hvarfi
þegar heimurinn býður mér svo mikið.
samkvæmt mínum reglum: “lifðu lífi hratt!”
ég fæ ekki annað - því miður er það satt
svo því vil ég lifa - fyrr en ég hverf bak við rykið!



ósanngjörnu reglurnar rotnar
boðorðatöflurnar brotnar!!!



-pardus-


***ef þið komið auga á stafsetningarvillur - sorry - ég varað drekka ;þ ***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.