hrifsar úr fangi okkar dýrmætustu eign
enginn kemst lífs af undan glóandi augunum
augum sem brenna heilsuna burt og sálina með
dökk skikkjan sveiflast er hann fer um
sækir að nástöddum ískaldur hrollur
nístandi barnsgrátur kallar fram tárin þurr
hungur réttlátra stingur hjartað úr steini
eftir langan vinnudag magnast tómleiki dauðans
fölnaðar hendurnar handleika snjáða ljósmynd
steinninn molnar niður og hjartanu blæðir
dýrustu tár renna niður sviplausan vangann
“True words are never spoken”