blakir í björtu tunglsljósinu hvítur fáni
fáni friðar með loforð um framtíð bjarta
blóði drifnir orustuvellir skolast í regni
frostið blæs íslögðu teppi yfir engi og tún
feimin vorsólin skín sínu fyrsta brosi
tærir vantsdropar glitra sínu fegursta skarti
grámyglulegt túnið rís upp frá dauðum
klæðir sig í fagurgræn föt nýkomin úr hreinsun
aftur á sömu sléttum brýst úr ófriður manna
ferskt blóð rennur úr æðum hetja gærdagsins
fáninn fellur niður og öll svikin loforð með
“True words are never spoken”