um allar aldir öldur fossa
kringum hana létt og glatt
árin líða án sults og sára
ein hún klífur öldur alda.
Áður hafði hún kóng og krónu,
króga lítin og kolsvart hár
nú særir hún og svertir hafið
sver við kletta, æfir öldur
ein hún bíður ragnarraka.
Ljósa hárið bylgjast við brá
bláu augun, blítt, hún logar
áður hafði hún svarta þrá
nú lýsir dauðans sakleysi eitt þar frá
hleypur yfir öldurnar ástinni hjá.
Bölvar og ragnar beinunum hjá
á hafsbotni liggja kóngur og króna
klettabjörgin - skrikaði fótur
króganum, í fallinu, reyndi að bjarga
nú liggja þau bæði botninum á.
Hár hennar svarta lýstist og logar
eldur í augum, brakandi dauðaþrá
um allar aldir öldur fossa
árin líða án sults og sára
bíður hún ein beinunum hjá.
-Sithy-