Ég vakna oft svo stúrin og leið
finnst sem lífið sé staðnar
og allt sem ég áður kveið
á sér engan stað í mínu hjarta.
Sólin hefur lýst mér veg
til þess sem koma skal
enginn til staðar, enginn hér
kveðja sem enginn saknar.
Komandi dagar byrja á núll
greiðfær gatan, auðn
tækifæri sem erfitt er að hafna
bærast allt í kring.
ljóslifandi ég vakna
það er víst litlu að tapa
ást, sorg eru félagar
sem fylgja mér alla leið…
burt frá þér
burt frá sjálfri mér
í ferð sem enginn hefur planað…