Mikið er gott að gera ekki neitt
gaman að sjá tímann líða
setjast svo niður og brosa breitt
sjá hve brosið er víða

hlæðu og heimurinn hlær með þér
gráttu og heimurinn hlær bara að þér í staðinn

áhyggjunum nennti ég ekki lengur
þótt yfirleitt séu þær það sem gerist og gengur
lét þær því fara lönd og leið
eftir það var leiðin greið
værukærð og æðruleysi
ærukærð og kæruleysi
það nú bara ágætis fengur

í kæruleysins sæluvímu
laus við áhyggjunnar grímu
í letinnar sólskinsbjörtu skímu
laus einnig við veraldarinnar glímu

en fyrr en varir skuldin við sjálfan mig greiðist
og kemst ég að því

(hryllilegt
hroðalegt
hræðilegt
og
hrikalegt)

að mér hreinlega leiðist.