Innilokuð
ég kemst ekki út og ég öskra
en það heyrir engin til mín
það vill engin heyra öskur einmanna sálar
sem er innilokuð í eigin vitund.

Ég vil fljúga á svörtum vængjum
til fjallanna og dalanna
sem í bernsku lokkuðu og tældu
því ég veit að þú ert þar og bíður
en það er svo langt að fara
svo langt að fljúga
og ég vagga mér sjálfri í svefn
með ímyndum af þér
sem ert svo langt í burtu
og samt svo nálægt
hugsunum um þig
sem ég þekki ekki
ókunnur mér
og samt minn besti vinur.
Ég er svo einmanna án þín,
minn ókunni vinur.
Ég er innilokuð í eigin vitund.
-Sithy-