Á heiðum himni máninn skýr
hátt dansa grænir þræðir.
Í jökli eldstöð áköf býr
úr æðum hennar blæðir.
Úr kötlum norna kvikan flýr
og kolsvart myrkrið glæðir.
Í hjarni speglast eldur hlýr
uns hraunið loks það bræðir.
Í loftið gasi loginn spýr
og landann víða mæðir.
Á engjum gróður upp vex rýr
ef eitrið lengi gnæðir.
Er loginn niður loksins snýr
þá líf að vana flæðir.
Í skjóli nærist mosinn nýr
og Nornahraunið klæðir.
hátt dansa grænir þræðir.
Í jökli eldstöð áköf býr
úr æðum hennar blæðir.
Úr kötlum norna kvikan flýr
og kolsvart myrkrið glæðir.
Í hjarni speglast eldur hlýr
uns hraunið loks það bræðir.
Í loftið gasi loginn spýr
og landann víða mæðir.
Á engjum gróður upp vex rýr
ef eitrið lengi gnæðir.
Er loginn niður loksins snýr
þá líf að vana flæðir.
Í skjóli nærist mosinn nýr
og Nornahraunið klæðir.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.