Geng í hálftíma til og frá vinnu
meðaltali 6 daga vikurnar 9 tíma á dag
Sonur minn skal þola mína fásinnu
Bara rétt svo þar til allt kemst í lag
Og oft svo brjálað að gera
að kaffitíminn skal látinn vera
alla daga undirmannað
með réttu skildi bannað
Í 100% vinnu og skóla
sonur minn skal á mig stóla
Skyndilega verð ég veik
sýkingu í nýra, ekkert feik
Svo ég tilkynni mig veika
ég lofa því ég er ekki að leika
ég kemst ekki næstu daga
líkaminn þarf sig að laga
Mætti aftur á þriðja degi
En það skiptir engu hvað ég segi
Kíktu nú á vaktarplanið
því nú byrjar gamanið
Finnur þú þig ekki þar?
Nei er ég nokkuð orðin snar?
Þú vinnur ekki lengur hér
Nei nú dámar mér
Þú ert líka oft svo sein
enda geri ég allan fjandan ein
tók að mér mikla aukavinnu
þegar aðrir töldu það frásinnu
Vörutalning ásamt prófum
Tók á móti orðum grófum
Síminn af mér rifinn
sonur minn ekki hrifinn
slasaði sig á leikskóla
missti nögl og tók að góla
mamma ekki til staðar
það er af sem áður var
Á wc þurfti að skreppa
maginn tók að kreppa
Það þarf að láta vita
andskotans skita
Get ég farið á kósettið?
Glottið færðist yfir smettið
Nei þú verður bara bíða
Tíminn var lengi að líða
Það er eiginlega ekki hægt?
Það er bara huglægt !
Gerðu sem að ég sagði þér
ég gerði það en svo var hlegið að mér
Er þetta ekki eins og það átti að vera?
Þetta er ekki sem ég sagði þér að gera !
Þarna er ég að klára uppsagnarfrest
Á taugum mínum er tekið test
Verið að vona ég labbi út
Alla daga kvíði og magi í hnút
Svo í þessum prófum
Eftir vefinn sem við ófum
Hentar það mér ekki
að námið bíði hnekki
Svo ég vinn mína 8 tíma
því ég þarf við nám að glíma
Yfirmaður hefur engan skilning
Aldrei þurft að vinna fyrir skilding
Hann mun aldrei vita
hvernig það er að strita
Komast áfram á eigin verðleikum
og vera ekki umkringdur sleikjum
Bjarnfreðarson hann er veisla
í samanburði myndi hreinlega geisla
Vinir mínir þeir vilja hefna
vilja til slagsmála efna
En ég róa þá, lofa og rétt svo vona
Að sonur minn hann verði aldrei svona !