eitt og tvö og þrjú og fjögur
kókópöffs og blautar flögur
ekki er nú sjón að sjá
því sjónin sú er ekki fögur
í litla stund ég hugsa
sit svo kyrr og slugsa
ætla ég virkilega a éta þetta?
fetta, bretta, gretta, sletta
ætla ég VIRKILEGA að éta þetta?
fer svo og fæ mér ristað brauð
súkkulaði og marengsfrauð
rjómabollur, tertukökur,
skonsur, vöfflur, eplabökur
þetta var sko æðislega gott!
sit svo kyrr og engist um
finn svo til í maganum
og svo þegar allra-allra-allra-verst lætur
situr hann aumingja ég og grætur:
ég vild' ég hefði setið við,
ég vild' ég hefði setið
og étið
morgunkornið mitt