Í gær uppgötvaði ég dauðann
hann sat á bak við mig uppreistur og hár
ég sá hann ekki en fann að hann var þarna
þolinmóður og þrár
reiðubúin að láta til skara skríða
þegar tíminn kemur.
Ég var að hugsa að bjóða honum í kaffi
en hann virðist vera þögla týpan
hann segir aldrei neitt
lætur aldrei heyra í sér
kannski heldur hann að við vitum ekki af honum?
Að snögg koma hans komi okkur á óvart?
Það er skrjáfrið í vindinum sem kemur upp um hann
skrjáfrið í sálinni
lætin í vitundinni
þessi vitund sem vill lifa að eilífu.
-Sithy-