Athugasemdir höfunds:

Þetta er texti við lag sem ég er að taka upp og setja saman.


Vetur

Kveðjum, ylur fellur frá,
Gult er gras og deyja strá
Býr oss undir, myrkrið hylur,
Gamlar vísur, munnur þylur
Snúning eftir, koma skal,
Þrengir inn að hverjum dal
Athöfn minnkar, titrar fátt,
Vindar skipta ört um átt

Viðlag:
Sumri hallar,
Vetur kallar,
Sumri hallar,
Vetur kallar.
 
Er hann kominn, klæðir jörð.
Snævi þakin, frosin, hörð.
Vellir, stilla stjörnubjart.
Lengi líður loftið svart.
Fátt um fæði, þyngri klæða.
Seint þér tekst til fulls að bræða.
Dögg úr prísund, mött að sjá.
Hvít af stillu, áður blá.

Viðlag
 
Dauði stendur, frosið berg,
Nístir kuldi, nístir merg,
Auðnin gefur engan gaum,
Sálir manna, sálin aum.
Brýst nú fram með seinni tíð,
Golan hægir, golan blíð,
Gnæfir yfir, reisu státa,
Fjöllin hverfa, fjöllin gráta.

Viðlag(x2)