
Kærleiks höndin bjarta
haltu mér um stund
Í fjöllunum milli heima Nefndu mér staðinn kæra
kynntu mér kjalarlund.
Mundu að menning, æra
æsir æðri stund.
Í fjöllunum milli heima
fljúgum fléttuð um stund.
Ung um æsku heiða
heilluð af grænni grund.
Svo kemur stundin heita
með sælu bros á vör.
Kærleiks böndin birta
konungleg karlsvagns börn.
Hvísla lagið ljúfa
inn í eyrað lint.
Einlit fögur dúfa
flýgur um loftið mitt.
haltu mér um stund
Í fjöllunum milli heima Nefndu mér staðinn kæra
kynntu mér kjalarlund.
Mundu að menning, æra
æsir æðri stund.
Í fjöllunum milli heima
fljúgum fléttuð um stund.
Ung um æsku heiða
heilluð af grænni grund.
Svo kemur stundin heita
með sælu bros á vör.
Kærleiks böndin birta
konungleg karlsvagns börn.
Hvísla lagið ljúfa
inn í eyrað lint.
Einlit fögur dúfa
flýgur um loftið mitt.