Mitt í sandsins auðn
Þar heitir geilsar brenna
eyðimerkurrós
 
Fögur stendur ein
Harðgerð, sterkur stilkur,
blóðrauð krónublöð
 
En rósin hengir haus
Í hljóði bíður myrkurs
Eyðimerkurnótt
 
Því innst í hennar sál
er rigning týndra tára
sem aldrei styttir upp

En sólin þurrkar tár
og keik hún fögur stendur
mitt í sandsins auðn
We're all mad here