Ég er bara fræ
Djúpt grafið undir svartri jörð
Örvænti og bíð
Eftir sólargeislum
Er rífa burt moldina
Og kenna mér að verða blóm
 
Ég er bara fræ
Djúpt grafið í þurrum vegi
Örvænti og bíð
Eftir rigningu
Er vætir jarðveginn
Og kennir mér að verða stór
 
Ég er bara fræ
Djúpt falið í dimmum heimi
Elska og hata
Bíð og kvíði
fyrir þér
 
Því ég er bara fræ.

-Mikael Gruner