Þetta eru hálf erfiðir tímar og þegar ég er í sorg get ég ekki annað en ritað nokkur orð niður á blað, kemur mis vel útúr mér. En mér finnst þetta vera mín hlið:
Það er engin ást
í hjarta hans.
Mig hann hefur kvalið
í rogastans.
Veit ekki hvert skal leita,
lygar hylja allt.
Og ég er ein,
já það var allt.
Að láta eins og hann lét var ekki að sýna ást,
ást sem mér fannst ég eiga skilið,
og elskaði heitt til baka.
Óábyrgur gerða sinna og æsingur.
Það hræðir mig.
Má segja fældi mig burt.
Hvort þetta sé fyrir bestu,
veit ég ekki.
En tíminn græðir öll sár, er það ekki?