Eru það lygar?
eru það sár?
Er það eitthvað sem ekki grær?
Lofa huganum að reika,
reika um tómið,
þar sem hjartað slær
svo það bergmálar
yfir allan líkamann,
eins og í djúpum dal,
þar sem golan blæs
og ég finn fyrir vindinum
blása í hnakkann
og hvísla “ég elska þig”.


Bara smá svona, ja hugleiðing um ást, hvort hún sé gáfuleg því á endanum smella ekki allir endar saman og þá er ekkert gaman lengur.. hvort þetta sé allt þess virði?
En eitt stutt til viðbótar:

Þetta kvelur mig of mikið,
mér finnst ég missa vitið.
Grátandi, tár í tár,
bara væl og ástarfár.
Þetta er allt hálf skitið.