Við komum úr kolsvörtu hafi,
kafaldsstormi og ógnarnóttu í.
Hristum af okkur þang og þara,
þá hlekki er í margar aldir
hafði okkur á hafsbotni
haldið föstum.
Stjarnlausar nætur í svartadjúpi,
svifu yfir okkur náhveli.
Söngvar hafgúa heilluðu okkur alla
og hnekktu í dauðaálög.
Blóðug bára um sólarlag
bar fregnirnar heim.
Hér stöndum við allir og horfum
heim að okkar slóðum.
Margan daginn og myrka nótt dreymdi okkur
að mega finna il af glóðum.
Og gleðinnar þrá, sú að fá að sjá,
stúlkuna sína á ný.
Eftir alda bið, að standa við vegarhlið,
virðist allt svo nýtt.
Eins og foss, flæðir löngun um oss,
Fá loks, stúlkunnar koss
Og lifa á ný.