Mig langaði að birta nokkur ljóð eftir Stein Steinarr sem er mitt uppáhalds ljóðskáld. ´Núna ætla ég að birta bara eitt ljóð, því það er svolítið langt. Svo birti ég meira í framtíðinni.
Atlantis
Svo siglum við áfram
í auðn og nótt.
Og þögn hins liðna
læðist hljótt
frá manni til manns,
eins og saltstorkinn svipur
hins sokkna lands
í auðn og nótt.
Svo rísa úr auðninni
atvik gleymd :
Einn lokkandi hlátur,
eitt létt stigið spor.
Var það hér, sem við mættumst
í mjúku grasi
einn morgun í vor ?
Og við horfum í sortann
ófreskum augum
eitt andartak hljótt.
Svo siglum við fram hjá.
Áfram, áfram
í auðn og nótt