Samband

hnýttu þig aftan í mig
notaðu mig
hnýttu mig í þig
notaðu mig

því umfram allt
þá þarfnast ég þín
notaðu mig

hvar sem allt verður þá
notaðu mig
hnýttu mig í þig
þá munt þú aldrei losna við mig


Skjól

Við skulum öll lifa
þó ekki væri nema
til að eiga
skjól.

Þar sem ég þek líkama minn
með vissu um að mér
sé óhætt

Þar sem ég þek líkama minn
með vissu um að mér
sé óhætt
þá er ekkert sem hreyfir við mér

Ég verð að andlegu sætabrauði
og ég veit
við skulum öll lifa
þó ekki væri nema til að eiga
skjól……..

og það er ekkert í heitasta helvíti sem fær mig
til að standa upp úr mínum stól.


Risperdal

Vafin inn í bómullarhnoðra
með rósrauða slaufu á
brosa ég til heimsins?

(Kannski var sársaukinn)
JARÐSPRENGJUSVÆÐIÐ í huganum
BLÓÐIÐ fyrir augum mínum
(sættanlegra?)

Maður gat þó allaveganna smakkað það
þó það væri biturt
þó það ylli því að stundum stóð maður……
og hugurinn að springa
og allt svart
og allt blóð
og yfir mann færðist ólýsanleg spenna
meðan maður var villtur.

EN núna sit ég umvafin mínum yndislega bómullarhnoðra
með rósrauða slaufu á
og heimurinn brosir til mín?


Haust

Ég var ekkert annað en……
dauður sláturskrokkur
og bragðið af höglunum brann….
í munni mér
(eða kannski var ég þreytt)

þá var von og ósk….
um nýtt líf

Hún kviknaði á kaldri gljáandi egginni
sem fór dýpra og dýpra inn í……
sláturskrokkinn.

En ekki fór allt fram sem horfði……
Mig gat aðeins dreymt að komast í burtu……
ég var föst í martröð……
og martröðin var ég.