enginn mælir orð
kámugir puttar saman nuddast hræddir
bænin rólega tuldruð
brotin saman og muldruð
sjáum eftir því að hafa verið fæddir
sjónvarpið gleypir vor heilbrigða hug
færir okkur gjafir birtu og gleymsku
heilinnn smyr nesti fyrir á annan tug
settur er í nestisbox leti og heimsku
boxið sýnir svart enda komið er myrkur
heilarnir úthvíldir af langri pásu
sálin sefur meðan fíkillinn telst virkur
en það vitið þið er ljóð þetta lásu
“True words are never spoken”