ÓSKILJANLEGUR

Ég gaf mig eitt sinn á tal
Við heilan hundrað manna sal
Ég spurði þá um eitt
En þeir sögðu mér ekki neitt

Ég átti eitt sinn orð
Við heilt þúsund manna borð
Ég spurði þá um mál
En það svaraði ekki sál

Ég ráðfærði mig eitt sinn
Við allan mannherinn
Ég spurði þá að einu
En enginn svaraði neinu

Ég ræddi við einn mann
Aðeins einn var hann
Ég spurði hann um eitt svar
Þögnin hans svar var

Engin svör ég fékk
Og einsamall svo ég hékk
Því enginn skilur mann
Sem á sjálfan sig ekki kann