Mér finnst svo skrítið er ég sá þig fyrst
að hjarta mitt opnaðist fyrir þér,
og ennfremur þegar ég hafði þig kysst
vissi ég ekki hvernig ég átti að haga mér.
Og þegar ég aftur augum þig leit
þá leið mér alls ekki vel,
þér finnst ég eftirvill ljót og feit
en líktu mér ekki við sel.
Þegar ég svo sá þig meir og meir
mér fannst ég á vængjum svífa,
en vertu ei svona,svona eins og þeir
sem hjartað úr manni rífa.
En svo standa málin að ég í taugarnar fer á þér
en gleymt þér get ég ei sem skyldi,
þú reynir að forðast mig til að gleyma mér
en allt bendir mér á þitt gildi.
Ég vakna einn morguninn og sé þú hefur hringt
eða allavegna einhver úr þínum síma,
ég get ei hugsað og ekki því kyngt
það allt mun taka sinn tíma.
Ég vona að það hafir verið þú
en ekki einhver helvítis gæra,
og að manngerð þín sé sú
að ekki hafir þú mig viljað særa.