Var Hallgrímur Pétursson ekki eitt mesta skáld á Íslandi á sínum tíma.

Hallgrímur Pétursson var stórmerkilegur maður og lífssaga hans bæði skemmtileg og sorgleg eins og gengur. Var hann giftur Guðríði Símonardóttur (Tyrkja-Guddu). Þau eignuðust 3 börn, þeirra á meðal var Steinunn sem lést mjög ung, um hana
orti Hallgrímur afar fallegt ljóð sem ég fjalla um síðar.

Um Hallgrím:

Hallgrímur Pétursson fæddist árið 1614 og dó 1674. Foreldrar hans voru Pétur Guðjónsson og Sólveig. Hallgrímur fluttist ungur með föður sínum að Hólum og settist hann þar á skólabekk. Ekki var hann þó lengi í skólanum því að hann hætti áður en að hann lauk námi og fór til útlanda. Næst vitum við af Hallgrími í Kaupmannahöfn þar sem að hann var lærlingur hjá járnsmiði, hann kláraði ekki heldur það nám og fór í Frúarskóla að læra til prests.
Á meðan Hallgrímur er við nám er hann sendur til að segja fólkinu sem hafði verið keypt úr ánauð í Alsír til í kristum fræðum og rifja upp kristna siði. Þar kynntist hann Guðríði Símonardóttur. Þau verða ástfangin þrátt fyrir mikinn aldursmun, hann 23 en hún um fertugt. Þau giftust út í Kaupmannahöfn. Kemur hann með þeim til Íslands og skömmu eftir það eignast Guðríður fyrsta barn þeirra. Þau búa við erfiðleika og fátækt fyristu árin. Voru þau dæmd fyrir frillulíf því að Guðríður var gift þegar hún var numin á brott, en var maðurinn hennar dáinn áður en þau giftu sig.
1644 vígði Brynjólfur, sem þá var orðinn biskup, Hallgrím til prests til Hvalnessþinga Árið 1650 losnaði Saurbær á Hvalfjarðarströnd, tók hann við því prestsetri. Árið 1666 var Hallgrímur orðinn holdsveikur (ca. 50 ára). Flytja þau þá til Ferstiklu. Hallgrímur dó 27.október 1674 þá sextugur að aldri.
Guðríður dó 18.desember 1682.

Hvað gerði hann sem gerði hann svona vinsælan:

Hallgrímur er eitt mesta skáld á íslandi og hafa verk hans verið lesin af þjóðinni í yfir 300 ár og munu vera lesin í framtíðinni. Þau verk sem Hallgrímur er þekktastur fyrir eru Passíusálmar hans og sálmurinn: Allt eins og blómstrið eina sem kallaður hefur verið sálmurinn um blómið. (Er það hugleiðing um dauðann sem hefst á tilvitnun í Davíðssálma um að dagar mannsins séu eins og grasið).
Passíusálmar Hallgríms Péturssonar hafa samt sem áður algjöra sérstöðu að því leyti að þeir hafa fylgt íslensku þjóðinni gegnum aldirnar. Það er erfitt að svara því hvað gerir Passíusálma Hallgríms Péturssonar svo þekkta en hægt er að segja að þeir hafi haft trúarlega merkingu fyrir fólk í gegnum aldirnar og hafa ennþá. Þeir eru fimmtíu talsins og hver og einn ætlaður til flutnings á virkum degi á níuvikna föstunni eða þannig að lestri þeirra sé lokið í dymbilviku. Titill þeirra er: „Historia pínunnar og dauðans Drottins vors Jesú Kristí, með hennar sérlegustu lærdóms-, áminningar- og huggunargreinum, ásamt bænum og þakkargjörðum, í sálmum og söngvísum með ýmsum tónum samsett og skrifuð anno 1659.“ Hefur hann einnig skrifað ljóðin Ölerindi, Samúelssálmar, guðsæknisrit sem heita dagleg iðkun af öllum drottins verkum, heilræðavísurnar, ýmis ádeilukvæði sem og gleðskaparkvæði. Svo skrifaði hann einnig þjóðsögur og rímur( t.d. rímur af Lykla Pétri og Magelónu, Króka refs rímu og Flórens og Leós sem eru um Oktavíanus keisara)

Eitt fallegasta ljóð sem ég hef lesið:

Hér á eftir er ljóðið sem hann samdi um dóttur sína og ætla ég að reyna að lýsa því hvernig hughrifum ég varð fyrir að lesa það.
Það sem hann er að tala um í þessu ljóði er að þegar maður deyr fer maður á betri stað þar sem drottin og englarnir eru að syngja, það er friður og hvíld sem að bíður manns á himninum. Öll erindin í ljóðinu eru um dóttir hans og hvernig hún tók á móti drottni í dauðanum. Mér finnst ljóðið sorglegt og er hann mjög svo einlægur og hugnæmur og ég finn til með honum þegar ég er að lesa þetta yfir, það skýn í gegn að hann var mjög svo sorgmæddur og saknaði hennar mikið. Það má eiginlega orða það þannnig að ég varð sorgmædd og fann fyrir missinum sem hann varð fyrir. Þetta er hans kveðja.
Lýsir hann dóttur sinni svo fallega er hún næm, skynsöm og ljúf í lyndi. Hann hugsar hana sem engil sálin hennar skíni skært hjá Jesú, loksins er hún orðin frjáls undan sóttinni og komin til himna, þrátt fyrir mikinn söknuð.
Er fyrsti stafur í hverju erindi í takt við nafnið hennar.
Steinunn Hallgrímsdóttir

Sælar þær sálir eru,
sem hér nú skiljast við
frá holdsins hryggðar veru
og heimsins göldum sið,
hvílast í himnafrið,
þar sem með sætum hljóðum
syngur lof Drottni góðum
lofsamlegt engla lið.

Tign, æru, sæmd og sóma
sálir Guðs barna fá,
sem ljósar stjörnur ljóma
lambsins stóli hjá,
ávallt Guðs auglit sjá,
með hvítum skrúða skrýddar,
skarti réttlætis prýddar,
sorg allri sviptar frá.

Englanna hirðin hreina
heiðrar Guð nótt sem dag
sálirnar syngja og greina
sanctus með fegursta lag
og lystugum lífsins hag,
holdið sig meðan hvílir,
höndin Drottins því skýlir,
sér engan sorgar plag.

I þennan flokkinn fróma
flutt varstu, barnkind mín
himneskum hafin sóma
hvílist nú sálin þín
ljómar þar skært og skín
í faðmi Jesú fríðum
fagnandi öllum tíðum;
dýrðin sú aldrei dvín.

Nú er þér aftur goldið
angrið, sem barstu mest,
þegar þitt hrjáðist holdið,
hátt þú stundir og grézt,
gefin er gleðin bezt,
hafin úr hryggð og móði,
hreinsun með Jesú blóði,
synd engin á þér sést.

Unun var augum mínum
ávallt að líta á þig
með undgdóms ástum þínum
ætíð þú gladdir mig,
rétt yndis-elskulig,
auðsveip af hjarta hlýðug,
í harðri sótt vel líðug,
sem jafnan sýndi sig.

Næm, skynsöm, ljúf í lyndi,
lífs meðan varstu hér,
eftirlæti og yndi
ætíð hafði ég af þér,
í minni muntu mér;
því mun ég þig með tárum
þreyja af huga sárum,
heim til þess héðan fer.

Mín gleði er sú eina,
andlát þitt hugsa ég á,
þú hafðir málið hreina,
hér með vit alls að gá,
skammt til þess líf leið frá,
breiddir út hendur báðar,
bauðst þig til Jesú náðar,
kvaðst vilja koma þá.

Litla stund stóð í hæfi,
sturlaði fögnuðinn,
hálft fjórða ár alls var æfi
eigi þó fullkomin,
skjótt sá ég skilnað þinn;
geymir sál þína sætur
signaður Drottinn mætur
fyrir Jesúm, soninn sinn.

Hvílist nú holdið unga
af harmi og sorgum mætt,
svipt öllum sóttarþunga,
svo er þér nú óhætt,
dóttir mín! böl er bætt,
frjáls við synd, fár og dauða
fyrir Jesú blóðið rauða,
sefur í Drottni sætt.



Ég vona að þið hafið notið góðs af þessu… Þetta er eitt það fallegasta ljóð sem að ég hef lesið og hrærði mig mjög.