um telpur tvær er leiddust hönd í hönd,
hún yljar enn og er það þeirra saga,
að traust þá voru bundin vinabönd.
Hlægjandi þær hjóluðu um götur,
sungu Presley, rokkuðu af snilld,
tíndu ber í bauka og berjafötur,
flissuðu og léku sér að vild.
Þær söltuðu síld og æ skein sól í heiði,
í Höfðanum þær áttu unaðsstund.
Það sótti sjaldan að þeim nokkur leiði,
þær sprelluðu og lærðu leiki og sund.
Enn þær eiga sína dótadaga,
skemmta sér af lyst sem aldrei fyrr,
í verslanir og kaffihús nú kjaga,
þá er sem tíminn staðið hafi kyrr.
Eins manns rusl er annars manns fjársjóður…