Þegar þið lesið þetta má halda að ég sé kannkski þunglynd en það er nokkuð síðan þetta ljóð var gert…. verði ykkur að góðu og njótiði vel!!
kallaru þetta líf?
Þetta er frekar eins og martröð sem maður vaknar aldrei upp frá,
Maður er dæmdur af fólki sem maður vill ekki þekkja,
kallaður nöfnum sem maður vissi ekki að væru til.
og þá er sagt: sona er lífið.
Ég hef alltaf vitað að ég ætti ekki heima í þessum kalda heimi.
Þessum kalda, litlausa, grimma heimi.
Hef alltaf spurt mig:
Er ég eins og þau hin?
þessi sem gera líf mitt að helvíti
og er alveg sama.
Ef maður fer til helvítis eftir dauðann
þarf maður ekki að fara neitt.
Sona er Helvíti.