kvaddi þig brosandi björt
gisti í gær
gleði í hjarta
hékk þó höfði mér nær
svarnættis skýabreið svört
brjóst mitt beið
barðist og engdist af ást
ævin mín leið
aldrei þú komst
sölt láku tárin svo sveið
svo fagur í svefninum lást
hafa þig hér
heitast af öllu ég vildi
mitt inní mér
mest er mín sorg
sárt er að sjá eftir þér
þótt faðmi þig frelsarinn mildi
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”