Í algleymingi svíf út um opinn gluggann
rigningin reynir að fipa flugið mitt
hefur engin áhrif því mig er að dreyma

svíf undir heiðbláum himni og gulum mána
stjörnurnar glitra sínu fínasta skarti
sólroðinn teiknar málverk á fjöllinn
selur hæstbjóðanda sem er að horfa á

að lokum flögra inn til ókunnugs barns
sem sefur svo vært að enginn tímir að anda
flögra inn í dúnmjúkann koddann
með heimþrá sameinast hinum fjöðrunum

og hvísla góða nótt
“True words are never spoken”