Einmannalegt,
eins og skapað til að gleymast
skapað til að vera óskaland,
draumalandið sem gleymdist.

Árar í hverju horni,
draugar í hverjum dal,
tröll, álfar og vættir
lifðu þar góðan dag.

En svo einn fagran sumarmorgun
fannst það aftur
eins og af tilviljun sigldi hann þangað
með öndvegis súlur og skip.

Og svo byggðist landið gleymda
af litlum mannabörnum
ein manna börnum
sem börðust við land og vætti.

Og berjast enn
við eyðiland og þess skugga
við hafið og vættina
hráslagan og ísinn.

Berjast við nútíman
í fornaldrar landi
sem aldrei var ætlað að sjást
gert til að gleymast.

Svo skrifuðu bændur
um vætti og heiðar
heiður og sverð
sögur sem var ei ætlað á blað.

Í munnmælum geymdar
í hugunum gleymdar
í landinu leyndust
ei ætlað á blað.

En sögurnar lifa
því eyðilandið fannst
nú fæðast þar börnin
einmanna og þrá.

Og berjast við ísinn
berjast við vættina
berjast við sögurnar
og berjast við mæðuna.

Einmannalegt,
eins og skapað til að gleymast
skapað til að vera óskaland,
draumalandið sem gleymdist.
-Sithy-