Engill
Einn fallegan dag var engill á sveimi,
raulaði lag þó í djúpinu eimi,
þá blossaði upp, aska og eldur,
með brunninn væng var engillinn felldur.
Með sviðinn væng og annan brotinn,
lá engill á sæng, niður skotinn.
Skotið frá víti hæfði hans hjarta,
hann ríkir nú kóngur í eldinum svarta.
Engill, engill með brotinn væng
Engill, engill á eldsins sæng
Engill, engill með brostinn baug
Engill, engill sjá dauðans draug
Í hrímhvítri höllu hörpunni gleymd'ann
sem leikið var á í gleði eitt lag,
of marga vonda draumana dreymd'ann,
nú Djöfullinn vakir jafnt nótt sem dag.
* Engill er texti við lag sem hljómsveitirnar Hemúll og Whool munu flytja á Grand-rokk laugardagskvöldið 4. maí…