Ég sendi þetta ljóð inná huga undir nafninu “Orðsending” og var það sett á korkinn, sem ég skildi ekki. Þetta ljóð var svo valið ljóð dagsins á ljod.is og langar mig að gera aðra tilraun við að senda það inná huga og fá það birta sem grein svo ég geti fengið álit fólks. Takk fyrir :-)

Orðsending

Vefðu orð þín varlega
inní væng fuglsins
og sendu hann til austurs
til allra vænglausu fuglanna
sem þar hýrast.

Segðu honum að breiða út væng sinn
og sá fræjum ástarinnar og kærleikans
í hvert kramið fuglshjarta
og þá, munu kraftaverkin gerast.

Því orðin ein
munu færa þeim
vængi á ný.