endar í hylnum og blandast fjöldanum
ferðast fram svo tær og fagur
en skiptir svo litlu máli.
í hitanum bráðnar hann og deyr
ferðast á vængjum upp til himna
en hann missir senn flugið
og fellur til heljar
niður til jarðar á ný.
lendir á auga eins reiðhjólakappa
missir hann gripið á kornóttri möl
þeysist á vegrið og þýtur á loft
kremst undir trukki og deyr.
lítill dropi sem eitt sinn í hyl einum dvaldi
reyndist beittur í raun og heila fjölskyldu kvaldi.
-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.