í skuggaskiptum ljóss og myrkurs springur út eitt blóm
skjótt mun hver í blindni sinni kæfa hennar hljóm
því hvar sem hver mun halda sig er ætíð illska þar
og hverfur góðvild úr heimi þeim sem að Atlas bar.

guð er dauður og sleppir taki
heimur ferst hér brátt
til að fólkið lifi og vaki
haldið alla sátt.

heimur hvílir á vorum herðum
friðinn hátt við halda verðum.


-pardus-

***samið sem áróðursljóð um Ísrael og Palestínu***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.