FíFí. hún var nú reyndar orðin 18 ára gömul, en engu að síður er
missirinn mikill og eftirsjáin eftir þessum eðalvagni slíkur að fá
orð mega lýsa þjáningunni sem við, samferðamenn FíFíar megum nú á
þessum tímum þola.
ég klambraði saman þessum ódýru orðum til að minnast góðrar
vinkonu, sem nú hefur haldið af stað í sína síðustu ferð.
farvell, fífí.
Núna skal kæra vinkonu kveðja
því komin er upp í ský-ský.
Mestu sorgina reyna að seðja
yfir sálugu, hjartans FíFí.
Í Paradís halda bílunum hreinum
englar sem hlægja hí-hí,
og göturnar eru úr gullslegnum steinum
svo glampar á hana FíFí.
Þar friðurinn flögrar um loft
og fuglarnir syngja tví-tví,
með blómunum burrar hún oft
blessaða krúttið FíFí.
Nú hamingja berst út um allar heimsálfur
með hraði um borg og bý-bý,
því farinn er blessaður frelsarinn sjálfur
að ferðast með henni FíFí.
___
Í hjörtum vor munum við minningu bera
um flottan bíl, æ og sí-sí.
Megi mátturinn með þér nú vera
að eilífu, elsku FíFí.
fyrir hönd aðstandanda, d
“Enginn veit til angurs fyrr en reynir”