Æ….það má vel vera að ég sé bara nöldurseggur og tuða út af smáatriðum, öllu gamni fylgir smá alvara, ekki satt!? …..en hitt er annað mál að það er rétt hjá þér að auðvelt væri að finna að orðinu Míkrófónn, en ég er ekki að býsnast út af einhverjum orðum, það er ósköp lítið hægt að gera við ágangi þeirra, en við orðasamböndum og þess háttar…. það er aftur á móti önnur spurning!?….
Þetta er án vafa enn eitt atriðið sem ég nöldra og kvarta yfir, er með einhverja besserwissa-stæla yfir osfrv., takk fyrir þá ábendingu, en ég vil bara gott eitt með þessu öllu saman…..þe., að þið hin verðið aðeins meðvitaðri, bara pínu, um íslenskt málfar og bara íslensku yfir höfuð. Það sakar ekki að reyna…eða hvað?