Þó ég marga vini eigi
ég segi
að það er allt
í heiminum fallvalt
Svo slær það mig skyndilega
illilega
að það var satt með heiminn
og vinir hverf´út í geiminn
Ég mína vini missi
en kyssi
þá bless í lokin
og svo eru þau burtu rokin
Þau keyra í burt á tækjum
með klækjum
og lymskubrögðum mig flýja
ó er engin í heiminum hlýja
Þau munu aldrei snúa aftur,
en kraftur
mér nú er þrotinn
ég er niðurbrotinn
Byssu mína upp ég tek
og skek
á mér höfuðið og staðhæfi
að nú er lokið þessu “life-i”
kv.
umsalin
p.s. ég var endalaust lengi að finna endi á ljóðið, þannig að hann er svolítið bull… anyway, vona að ykkur líki