Á silfruðum stálvængjum
svífur hvít nótt að opnum gluggum
hann stendur og bíður henni koss
hamingju foss, sem loks fellur yfir oss
og sólin sendir þúsund geisla
sem brotna á þríhyrningsfjalli nessins
af gráum og grænum mosa virðist neista
glaðlegir vatnsdropar regnsins
hann tekur fram filmu og vél
framkallar ljóð á mynd er sól sest
en í vetur, er þjóta stormar og vetrarél
en vorsins dýrð er að eilífu fest
á litríka og litla mynd
og leynist á henni
þú.