Svolítið skemmtilegt frá því að segja að ég fór á bókasafnið í leit að ljóðinu sem ég “stal” og mikið rétt, þarna fann ég næstum alveg eins ljóð! Ég var niðurbrotin!
Einhverju seinna (mánuðum, árum, ég man það ekki) var ég með þáverandi kærastanum mínum heima hjá góðvini okkar. Foreldrar hans eru bókmenntafólk og menntafólk mikið. Þegar ég frétti að Ingibjörg Haralds sæti í eldhúsinu hjá þeim í þessum töluðu orðum gat ég ekki hætt að hlæja og endaði með því að segja drengjunum frá þessu “óhappi” mínu. Það tók engu tali að mér var ýtt nauðugri viljugri inn í eldhús til að útskýra mitt mál. Ég sagði Ingibjörgu skömmustulega frá því hvernig komið var og tók hún því af stakri ró. Hún sagði mér að þegar hún var ung kom það sama fyrir hana. Hún skilaði inn smásögu sem reyndist vera eftir annan höfund og hún hafði heyrt einhvers staðar og síðan haldið að væri eftir hana sjálfa.
Ég fékk semsagt fyrirgefningu synda og uppreisn æru í eldhúsinu hjá Kristjáni Jóhanni Jónssyni og Dagnýju Kristjánsdóttur.