Þegar ég eignaðist minn son
Þá var það mín eina von
að ég gæti séð fyrir okkur báðum
án þess að hafa fleiri með í ráðum
Og eftir að hann fæddist
gerðist það sem ég hræddist
það þurfti að standa í stappi
og sækja rétt sinn af kappi
Því miður það vantar eina einingu
afsakaðu ég hef tilhneygingu
til að tékka með svona lagað þrisvar
nýbökuð móðir í hljóði bölvar
12 einingar áttu víst að duga
hvar heyrðiru það, á huga?
En það er enginn bara í 13
samt, þú verður bara taka lán
Svo til foreldra ég fór
fannst ég lítil ekki stór
fékk svo allt leiðrétt
og gat lifað nokkuð létt
Í mánuð hjá m og p ég var
kláraði menntaskólann þar
síðan í háskóla í nám
tók með því lín lán
Hætti með mínum barnsföður
til að hlaða mínar rafhlöður
Flutti aftur til m og p
til að spara mitt fé
Síðan eftir 4 mánuði aftur út
Tveim árum síðar fór allt í hnút
Fjármálin í djúpum skít
Ekkert mál ég á jaxlinn bít
Á minni einkunn
varð svaka seinkun
fékk því ekki strax lán
sem ég get ekki verið án
Svo ég tók yfirdrátt
sem náði engri átt
þegar féll í einu fagi
í hnút minn magi
Kostaði mig 300 þúsund
og létti ekki mína lund
Svo ég sótti um 25 vinnur
leitar og samt ekkert finnur
Til hvers að ráða einstæða móður
þegar þú getur ráðið þinn bróður
hann er ekki heima hjá veiku barni
hann á eftir að koma að gagni
Sonur minn og ég urðum veik
það var upp og niður ekkert breik
þvottavélin biluð, góð ráð dýr
gerði við hana með plokkara og vír
En námið það var sett á bið
ég kíkti þó á það við og við
jaxlinn búinn að pína mig í hálft ár
kinninn nöguð næstum í gegn og hálsinn sár
Mamma afhverju eigum við ekki bíl
við erum að bíða eftir svaka góðum díl
Mamma fæ ég ekki afmælisgjöf
auðvitað á því er bara smávegis töf
Stundum mér fallast hendur
og hugsa hvernig á þessu stendur
auðvitað er þetta mér að kenna
en í samfélaginu ríkir spenna
Eftir kreppu fleiri eru þunglyndir
engir peningar fleiri syndir
Lyf þarf alls ekki meira af
heldur bara Aðalandarpeningahaf
Þá verður allt í himnalagi
þegar saddur er allra magi
Við erum heppin við eigum góða að
og stefnum á að komast á betri stað
þeir segja góðir hlutir gerist hægt
ég vona þetta góða, það sé nálægt