Ég hangi í lausu lofti.
Hvað er ég að gera hér?
Hvað ef ég dett?
Missi takið?
Slengist utan í klettavegginn?
Hendurnar eru þvalar.
Vitin fyllast af ryki.
Blóðbragð.
Út úr mér læðist
ámátlegt vein.
Yfir brúnina gægist andlit
sem sendir til mín glott.
Ég gríp í hjálparhönd
og skreiðist máttlaus upp á brúnina.
Hjartað hamast,
kaldur svitinn sprettur
fram á andlitið.
Ég ligg uppgefin á jörðinni
og held dauðahaldi í mosann.
Ég er örugg.

Rúna Vala