við vorum vinir
ferðuðumst um lendurnar
eins og maður og hans skuggi
svo tók að rökkva
og skyggja á vinskapin.
Nú sit ég hér ein
og býð mér færi
í ruggustól með sjal
innan um eld og brennistein
heitt og notalegt
annað en þessar snjáðu heiðar
og votu grafir
sem hann skilur eftir sig.
Og nú vona ég
að hann komi heim
kyssi mig á kinnina
eftir gott dagsverk
og ég býð
og ég býð
notalegt í myrku koti
og ég býð kannski að eilífu
með beiskan kutan
harðan í hendinni.
Og þegar hann loksins kemur
og kyssir mig á kinnina
eftir gott dagsverk
fær hann að finna
beiskt bragðið í munninum
stingandi verkin í síðunni
hver kemur þá og sækir hann?
-Sithy-