Var að vinna verkefni fyrir áfanga sem fól það í sér að sitja einn AA fund. Ég dreif mig því á fund þar sem það þurfti víst bráðum að fara að skila verkefninu. Áður en ég sofnaði þá lenti ég í krísu, því mér fannst ég þufa'ð skrifana þessa hérna vísu:


Á AA fund ég flýtti mér
og fékk þar margt að vita.
Fólk biður bara fyrir sér
um betra líf auðvita.

Gott er að gefa' og þiggja ráð
í góðra manna hópi.
Sumir þar sýna hetjudáð
og segja nei við dópi.

Dæmdu ekki dauðann mann
þótt dekkni fyrir sólu.
Því fjandinn hefur fangað þann
sem foreldrarnir ólu.

Dreptu ekki drauma manns
sem dreymir um að dafna.
Þú skalt virða vonir hans
og viljann til að hafna.
SDÓ