Þrjóska og stolt var ætíð þín brynja
Uns tilvera þín á jörðu byrjaði að hrynja
Ófétin hófu á líkamann að herja
líkama og sál þína voru að kvelja
þar til ekkert var eftir nema að kveðja
Ó, elsku pabbi hve sárt það er
að þurfa horfa á eftir þér
Ég er svo stolt, þú stóðst sem hetja.
Í þessari lífsbaráttu þurfti varla að hvetja.
Sama hversu lífið lék okkur grátt,
í öllum sársaukanum gast ávallt hlegið dátt.
Nú ertu farin úr þessum heimi
eða ert hér einhverstaðar á sveimi.
Kannski lítill þröstur á grein sem fylgist með í leyni.
En hvar sem þú ert, ég þér aldrei gleymi.
Ó, hversu oft ég mun hugsa til þín.
Ég verð alltaf litla pabba stelpan þín.
Ó.M.M = ljóð sem ég samdi eftir að pabbi minn lést, eftir árs baráttu við ólæknandi krabbamein. Blessuð sé minning hans