og starist í augu við heiminn
við höfum sitið hérna svo lengi
að ég man ekki lengur af hverju
af hverju
ég starist í augu við heiminn.
Einbeittar og þráar tvær grámyglur
engin lætur undan
hvasst augnaráð
eins og eldingar eða pílur
endalaust skjótist í augu mér
en ég deppla varla auga
og ég læt ekki á neinu bera
ég hefði heldur lifað lífinu
en hér sit ég og
starist í augu við heiminn.
Svo þenur hann sig
og heldur að ég sé of gamall
of særður
ofur lítið hrærður
en ég læt ekki á neinu bera
þó ég heldur vildi hlaupa um
eins og unglömbin
þessir litlu kroppar
sem vita ekki að baráttan
upp á líf og dauða
hófst áður en þau voru í vöggu
áður en sólin skein
áður en jörðin blánaði.
Og hér sitjum við grámyglur tvær
og ekkert getur skilið okkur að
engin veit - engin trúir
engin skilur
og við horfumst á
eins og elskhugar að nóttu
ég og heimurinn
andstæður og óaðskiljanlegir
og kropparnir litlu
sem áður trúðu
trúa ekki lengur
vita ekki lengur
sjá ekkert lengur.
Ég er grár og gugginn
en læt á engu bera.
-Sithy-