Þegar ég les ljóð þá finnst mér þau svoldið bundin og tjá sig ekki alveg 100% þó að höfundurinn hafi lagt sig allann fram í gerð ljóðsins. Eitt af þeim vandamálum sem ég held að við kemur því að tjáningin sé ekki að fullu gerð eru reglurnar sem eru settar fyrir mann.
Ókey, ég veit það að okkur er kennt að það þurfi ekki að nota þær eða ljóða gerð er frjáls og óháð lesanda, en það er bara þannig að fólk gleymir því og er því bundið reglum í ljóðagerð sinni.
Ég sendi hérna inn kork fyrir örfáum mínútum frá því að ég byrjaði að skrifa þetta og hann var um hvernig ég braust út í kannski það eina skipti (hver veit) og lér bara tilfinninguna ráða orðunum. En það skrítana var að það rímaði ótrúlega vel og túlkunin var þvílík og óháð öllum reglum, en samt finnst mér ég aldrei hafa lesið yfir neitt jafnt skírt í allri óreiðunni þannig sem það var skifað og þegar ég las yfir þetta ljóð mitt af öllum mínum ljóðum sem ég viðurkenni að eru ekki mörg. En vá ég var að fýla mig í botn í skilningi mínum. En þá er líka það að ekki allur les eins og ekki allur sér eins, þannig að fólk verður að deila um hvort það er rétt eða ekki.
En það sem ég held er að þegar maður gerir ljóð á það að vera óhindrað af öllum hugsunum og vangaveltunum, heldur á það að koma frá tilfinningunni og hjartanu og það allt í einum buna. Þá fyrst getur maður sagt að ég var að brjóta ísinn í ljóðgerð.